Kaupverðið á þremur dótturfélögum Landsbankans er 6% af heildareignum Straums um mitt ár. Þau eru fjármögnuð með víkjandi láni, sölu útlána og að litlum hluta með reiðufé.

„Þetta er stórt tækifæri fyrir Straum til að hasla sér völl á alþjóðlegum fjárfestingarbankamarkaði,“ sagði William Fall, forstjóri Straums, á fréttamannafundi sem haldinn var í gær. Hér vitnar hann í kaup Straums á þremur dótturfélögum Landsbankans. Straumur eignast Landsbanki Securities Limited og Landsbanki Kepler að fullu og 84% í Merrion Landsbanki.

Kaupverðið nemur 380 milljónum evra, eða 59 milljörðum íslenskra króna þegar þetta er skrifað, sem er 6% af heildareignum Straums frá því í lok júní sl. Greitt er með reiðufé að upphæð 50 milljónir evra, sölu lána að verðmæti 100 milljónir evra og með útgáfu víkjandi láns að upphæð 230 milljónir evra.

______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .