Stjórnir MP banka hf. og Straums fjárfestingabanka hf. hafa náð samkomulagi um helstu skilmála samruna bankanna með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafunda og eftirlitsaðila. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Straums.

Þar segir að gangi sameiningin eftir hefur hún í för með sér augljósan ávinning fyrir hluthafafélaganna. Jafnframt geti sameinaður banki eflt og bætt þjónustu við viðskiptaviniog verið áhugaverður og metnaðarfullur vinnustaður.

„Sameinaður banki mun horfa til sóknarfæra á sviði eignastýringar og fjárfestingabankastarfsemi og yrði hann með sterka stöðu á íslenskum fjármálamarkaði á þeim sviðum. Sameinaður banki hefur jafnframt trausta eiginfjárstöðu og styrk til að veita fjárfestum, sparifjáreigendum og atvinnulífi sérhæfða bankaþjónustu.

Nú taka við áreiðanleikakannanir og viðræður um nánari útfærslu á sameiningubankanna. Niðurstöður þeirrar vinnu verða lagðar fyrir hluthafa MP banka og Straums fjárfestingabanka til endanlegs samþykkis,“ segir í tilkynningunni.