Straumur fjárfestingabanki hf. og SPB hf. (áður Icebank) hafa í dag gert með sér þjónustusamning sem felur í sér að Straumur tekur að sér vörslu og umsýslu á eignum SPB frá og með 1. janúar 2012.

Auk þess mun Straumur veita slitastjórn SPB ráðgjöf um meðferð eigna SPB.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Straumi en heildareignir SPB þann 30. júní 2011 voru 43 milljarðar króna.

Straumur hlaut starfsleyfi sem fjárfestingabanki 31 ágúst sl. og starfsmenn eru 25 talsins. Straumur er að mestu í eigu erlendra fjárfesta.