eQ, dótturfyrirtæki Straums í Finnlandi, hefur tilkynnt um sölu á fyrirtækinu Xenetic Ltd til fyrirtækisins Elisa Oj Corporation (Elisa) í Finnlandi. Xenetic Ltd er þjónustufyrirtæki sem stofnað var af eQ og rekur fyrirtækið tvær gagnamiðstöðvar í Helsinki.

Ársvelta fyrirtækisins árið 2008 var 5,6 milljónir evra. Söluverðið var 8 milljónir evra. Í tilkynningu kemur fram að salan mun ekki hafa áhrif á starfsemi eQ í Finnlandi enda var rekstur Xenetic Ltd óháð daglegum rekstri eQ.

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi allan eignarhlut sinn í finnska símafélaginu Elisa í október síðastliðnum. Novator átti 10,4% hlut í félaginu en kaupandi hlutarins var lífeyrissjóðurinn Varma sem varð stærsti einstaki hluthafi Elisa. Gengið í viðskiptunum var 11,2 evrur á hlut