Straumur fjárfestingarbanki er sérstaklega stór í miðlun stuttra íbúðabréfa. Hlut­deild bankans með miðlun HFF14 skuldabréfa útgefin af Íbúða­ lánasjóði var 40,45% á síðasta ári.

Hlutdeild Straums með miðlun lengri íbúðabréfa var á bilinu 2,5 til 5,6 prósent. Straumur jók um­svif sín mjög milli áranna 2011 og 2012. Markaðshlutdeild fór úr því að vera 1,42% af veltu á skulda­ bréfamarkaði á árinu 2011 yfir í að vera nærri 11% árið 2012. Straum­ ur fór því úr 9. sæti í hlutdeild fjármálafyrirtækja á skuldabréfa­ markaði upp í 5. sætið þar sem bankinn kemur á eftir Landsbank­ anum, MP banka, Íslandsbanka og Arion banka.

Umsvif Straums með stutt íbúðabréf skýrist meðal annars af erlendum kúnnahópi sem á stór­ an hluta af stuttum skuldabréf­ um Íbúðalánasjóðs.

Haraldur I. Þórðarson, framkvæmdastjóri hjá Straumi, segir að hann geti ekki tjáð sig um einstaka hópa við­ skiptavina bankans. Samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir desember eiga erlendir aðilar 31,6% af stystu bréfunum en 1 til 2,6 prósent af lengri skuldabréfum Íbúðalánasjóðs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.