Íslenskur fjármálaheimur er farinn að þekkja Bretann geðþekka William Fall vel, nú þegar hann hefur stjórnað Straumi í fimm mánuði. Hann er bjartsýnn á framtíð og vöxt bankans, þótt umhleypingasamt sé í fjármálaheiminum um þessar mundir.

William Fall er séntilmaður. Það dylst engum sem hitt hefur þennan snyrtilega og virðulega Breta. "The quintessential Englishman" (borið fram að hætti enskra aðalsmanna) er hugtak sem kemur strax upp í hugann. Vinalegt bros hans er ákveðið og gefur til kynna að William Fall er maður sem kemur sér beint að efninu. Hann er ekki maður innantóms blaðurs, eins og hann segir sjálfur; það á hann sameiginlegt með Íslendingum.

"Ég er ekki frá því að við eigum eftir að sjá töluverða umhleypinga á næstunni. Ég var að segja við fólk hérna niðri að ég væri kannski að verða of gamall fyrir þetta starf," segir hann og hlær. "En engu að síður eru teikn á lofti sem veita markaðinum meiri tiltrú en áður. Barclay's og Merrill Lynch eru að gera hreint fyrir sínum dyrum og þótt fjárhæðirnar sem um ræðir séu gríðarlegar draga þessar upplýsingar úr óvissu á markaðinum. En þetta kemur allt í ljós."

Lesið viðtal við William Fall í helgarblaði Viðskiptablaðsins.