Straumur fjárfestingabanki annast viðskiptavakt með sértryggt skuldabréf Landsbankans, LBANK CB 16. Straumur fjárfestingabanki skuldbindur sig til að setja fram dag hvern, kaup- og sölutilboð í kauphöll í skuldabréfin fyrir opnun markaðar. Samkvæmt samningi skulu tilboð ávallt vera að lágmarki 20 milljónir króna að nafnverði og er hámarksmunur kaup- og sölutilboða 1,0%. Tilboð skulu endurnýjuð eigi síðar en innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið. Nái viðskipti með skuldabréfin 60 m.kr. á einum viðskiptadegi er viðskiptavaka heimilt að hætta framsetningu tilboða þann viðskiptadag.

Þá hefur Íslandsbanki hf. samið við MP banka um að hinn síðarnefndi annist viðskiptavakt með ISLA CB 16, útgefnum sértryggðum skuldabréfum (e. Covered Bonds) Íslandsbanka. Í því felst að setja fram daglega kaup- og sölutilboð í bréfin, áður en markaður er opnaður, að lágmarki 20 m.kr. að nafnverði. MP banki mun endurnýja tilboð sín innan 15 mínútna frá því að tilboði hefurverið tekið.

Eigi viðskiptavakt MP banka viðskipti á einum degi fyrir 60 m.kr. að nafnvirði er honum heimilt að hætta framsetningu tilboða fram á næsta viðskiptadag.