Langtíma endurfjármögnunarþörf Straums næstu tólf mánuði er undir 400 milljónum evra, samkvæmt gögnum frá fjárfestingabankanum.

Dow Jones fréttastofan staðhæfir að það að endurfjármagna lánin verði æ erfiðara í ljósi þess að nokkrir af fyrrverandi lánadrottnum Straums hafa reynt að fjarlægast Íslensku banka vegna fjármálakrísunnar sem hér geisar.

Straumur vinnur að því að framlengja að minnsta kosti 208 milljóna evra sambankalán sem er á gjalddaga 15. desember, að því er Georg Andersen, forstöðumaður Samskipta og markaðssviðs Straums, segir Dow Jones. Um 15 bankar taka þátt í sambankaláninu.

Gangi erfiðlega að semja við lánadrottnanna, getur fjárfestingabankinn endurgreitt lánið, ásamt því að selja eignir, sagði hann við Dow Jones.

Fjárfestingabankinn hefur fjármuni til að greiða lána niður en það myndi setja þrýsting á reksturinn um nokkurt skeið.

Til viðbótar gjaldfellur 29 milljón evra sambankalán á fyrsta fjórðungi næsta árs og annað að fjárhæð 71 milljón evra á öðrum ársfjórðungi.

Georg segir Straum hafa aðgang að fjármagni í gegnum fjármálastofnanir sem fjárfestingabankinn hefur átti  í viðskiptasambandi við um langa hríð. Hann getur þess að umhverfið er erfitt fyrir íslenska banka.