Dominique Strauss-Kahn forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var í gærkvöldi sóttur af lögreglumönnum í flugvél Air France sem var verið að undirbúa til brottfarar frá John F Kennedy flugvelli í New York.

Strauss-Kahn var yfirheyrður af lögreglumönnum vegna ásakana um meint kynferðisbrot gagnvart hótelþernu á hóteli við Times Square á Manhattan.

Lögregla segir að Strauss-Kahn hafi ekki verið ákærður og hann hafi verið sýnt fullan samstarfsvilja við rannsókn málsins.

Strauss-Kahn var á leið til Brussel á leið á fund þar sem ræða átti fjárhagsaðstoð við Grikkland og Portúgal.