Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hampaði yfirlýsingum leiðtoga 20 stærstu iðnríkja heims og loforðum þeirra um innspýtingar af ýmsu tagi inn í hagkerfi landa sinna.

Strauss-Kahn segir að alþjóðahagkerfið horfist nú í augu við verstu kreppu sem upp hefur komið í 60 ár, og þörf sé á innspýtingu upp á að minnsta kosti 2% af heimsframleiðslu. Dow Jones segir frá þessu.

Strauss-Kahn sagði jafnframt að fjárhagslegt bolmagn sjóðsins, 200 milljarðar dollara, dugi til í dag en staðan gæti orðið önnur innan sex mánaða. Japan bauð sjóðnum nýlega 100 milljarða dollara lán.