*

fimmtudagur, 3. desember 2020
Erlent 16. maí 2012 08:05

Strauss-Kahn hefur stefnt herbergisþernunni í New York

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vill 126 milljónir króna í skaðabætur.

Ritstjórn

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, hefur birt Nafissatou Diallo, herbergisþernunni sem sakar hann um nauðgun, gagnstefnu og krefst þess að hún greiði sér milljón dollara, jafnvirði 126 milljóna króna, í skaðabætur fyrir rógburð og lognar ásakanir. Er sagt frá þessu á vefsíðu Ríkisútvarpsins.

Lögmenn Strauss-Kahn segja hann krefjast fjárins vegna atvinnumissis, ófrægingar og fangelsunar án saka.

Diallo sakaði Strauss-Kahn um að hafa neytt sig til munnmaka á hótelherbergi í New York í fyrra. Hann var tekinn höndum fyrir réttu ári, þann 15. maí 2011, og sagði svo af sér embætti framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þremur dögum síðar.

Lögregla í New York komst svo að því að Diallo hafði sagt ósatt um ýmislegt, þar á meðal um fortíð sína og um sum atvik daginn sem hún sagðist hafa sætt árásinni.