Dominique Strauss Kahn, fyrrverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), hittir starfsfólk sjóðsins síðar í dag. Strauss-Kahn sagði starfi sínu lausu í maí, eftir að hafa verið kærður fyrir kynferðisbrot. Í síðustu viku var fallið frá ákæru á hendur honum.

Bloomberg greinir frá heimsókn fyrrum forstjórans. Í tölvupósti til starfsmanna AGS segir að í dag gefist þeim tækifæri til að kveðja Strauss-Kahn.