Saksóknari í New York borg hefur ákveðið að mæla með því að Dominique Strauss-Kahn verði látinn laus úr stofufangelsi og honum verði endurgreitt tryggingafé sitt, eina milljón dala í reiðufé og 5 milljónir dala í skuldabréfum.

Saksóknari hefur viðurkennt verulega annmarka á ákærunni og að framburður hótelþernunnar standist vart.

Strauss-Kahn mun mæta fyrir dómara síðar í dag.  Líklegt þykir að dómarinn ákveði að Strauss-Kahn skuli sleppt. Hann yrði því frjáls ferða sinna innan Bandaríkjanna.