*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Erlent 12. júní 2015 11:20

Strauss-Kahn sýknaður af hórmangi

Dominique Strauss-Kahn hefur verið sýknaður af ákæru um hórmang af frönskum dómstól.

Ritstjórn

Franskur dómstóll hefur sýknað Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, af ákæru um hórmang. BBC News greinir frá þessu.

Strauss-Kahn var sakaður um hórmang með því að hafa skipað undirmönnum sínum að útvega vændiskonur fyrir kynsvall, en þrettán aðrir voru jafnframt ákærðir í málinu. Var forstjórinn fyrrverandi sakaður um að hafa útvegað stúlkur í vændishring sem viðhafði starfsemi á hóteli í Lille. 

Hann hefur alla tíð neitað sök, en játaði þó þegar hann bar vitni að hafa í fáein skipti tekið þátt í kynsvalli, en þar hefði ekkert ósæmilegt komið við sögu sem varðaði lög.