*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Erlent 13. september 2013 18:23

Strauss-Kahn verður efnahagsráðgjafi Serba

Forsætisráðherra Serbíu segir ekki rökrétt að tengja saman ákærur um kynferðisbrot við meint kynferðisbrot.

Ritstjórn
Dominique Strauss-Kahn.
AFP

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), hefur verið ráðinn í starf efnahagsráðsráðgjafa ríkisstjórnar Serbíu. Strauss-Kahn hrökklaðist úr starfi hjá AGS í maí árið 2011 eftir að hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað þernu á hótelherbergi í New York. Hann er nú á meðal sakborninga í hórmangs-máli í Frakklandi. 

Bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal hefur á vef sínum eftir Aleksandar Vucic, forsætisráðherra Serbíu, að Strauss-Kahn muni veita stjórnvöldum ráð við uppstokkun erlendra fjárskuldbinga landsins. Ákærur í heimalandi Strauss-Kahn setja ekki blett á orðspor framkvæmdastjórans fyrrverandi sem ráðgjafa í efnahagsmálum. Það væri jafn órökrétt og að setja saman hæfileika spænska málarans Pablo Picasso á listasviðinu og það hvernig hann kom fram við nokkrar af konum sínum og börn, að mati Vucic.