Ég býst fastlega við því að við munum stækka mjög hratt á næstu 18 mánuðum,“ segir Ingvi Týr Tómasson, annar aðaleigenda Strax. Félagið er á tímamótum — ekki í fyrsta sinn í 25 ára sögu þess. Strax er skráð í sænsku kauphöllina en Ingvi og Guðmundur Pálmason, forstjóri Strax, hafa leitt félagið í sameiningu frá því upp úr aldamótum.

Það hefur að mestu sérhæft sig í að selja fylgihluti fyrir farsíma en það velti 18 milljörðum króna á síðasta ári. Finna má vörur Strax í tugum þúsunda verslana, einna helst í Evrópu og Bandaríkjunum. Vörumerkin verði verðmætustu eignirnar Strax hefur fært sig inn á nýja braut síðustu ár — með það að markmiði að byggja upp eigin vörumerki og selja þau í heilu lagi. Strax hefur þegar gert það einu sinni. Árið 2018 seldi félagið vörumerkið Gear4 fyrir jafnvirði ríflega 5 milljarða króna en það hafði keypt Gear4 á ríflega 800 milljónir króna þremur árum áður. Þegar salan átti sér stað var Strax í heild metið á um fjóra milljarða króna eða minna en sem nam söluandvirði dótturfélagsins.

„Við byrjuðum fyrir fimm árum að færa okkur úr því að vera einungis dreifingarfyrirtæki í að byggja upp eigin vörumerki. Við keyptum Urbanista árið 2014 og það hefur vaxið hratt síðan.“ Urbanista framleiðir heyrnartól sem eru nú aðgengileg í 30 þúsund verslunum í 90 löndum. Á árunum 2015 til 2019 jókst salan á Urbanista úr um 800 milljónum króna í rúma 4 milljarða króna. Grunnvinnan hafi verið lögð á síðustu árum til að gera það mögulegt að selja fleiri fyrirtæki á næstu árum. „Við erum komin með allar undirstöður sem þarf til — við erum með framleiðslugetuna, dreifileiðirnar og kunnáttuna innanhúss. Nú snýst þetta um framkvæmdina og að markaðir okkar haldi sér.“ Þannig geti tengslanet Strax í verslunum, við framleiðendur í Asíu sem og þekking á markaðssetningu nýst til að vörumerkin geti jafnvel orðið heimsþekkt ef vel tekst til.

N ánar er rætt við Ingva í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .