*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 22. maí 2013 16:54

Stressaður - of seinn á fund

Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar segist hafa verið á 106 kílómetra hraða þegar lögregla stöðvaði hann.

Ritstjórn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar hann kom til fundar við forsetann á Bessastöðum í morgun.
Haraldur Guðjónsson

„Stressaður aðstoðarmaður orðinn of seinn á fund fékk tiltal og sekt fyrir of þungan bensínfót í Mosfellsdalnum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Sigmundur tekur við af Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bíl Jóhannesar í Mosfellsdalnum eftir hádegi í dag þar sem hann var á leið frá Laugarvatni með Sigmund sér við hlið. Á Laugarvatni í morgun skrifaði Sigmundur Davíð undir nýjan stjórnarsáttmála með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjáflstæðisflokksins.

Jóhannes segir á Facebook-síðu sinni bílinn hafa verið á 106 kílómetra hraða þegar lögreglan stöðvaði hann. 

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Viðskiptablaðsins, náði mynd af atvikinu. Ef rýnt er í myndina má sjá Sigmund Davíð sitja í farþegasætinu og tala í síma.

Hér má sjá bíl þeirra Jóhannesar og Sigmundar úti í vegkanti eftir að lögreglan stöðvaði þá vegna hraðaksturs.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is