*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 7. mars 2015 19:15

Strimillinn hlaut Gulleggið 2015

Hugmynd um miðlægt hugbúnaðarkerfi til að bæta aðgengi að upplýsingum um verðlag á dagvöru hlaut Gulleggið í dag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Strimillinn, miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi lenti í fyrsta sæti í Gullegginu 2015, en Gulleggið er frumkvöðlakeppni Klak Innovit. Verðlaunin voru afhent í dag. 

Í öðru sæti var Mekano ehf., sem hefur hannað samsett fjöltengi fyrir allar gerðir raftækja og USB lágspennutækja og í þriðja sæti lenti Crowbar Protein, sem framleiða orkustykkið Jungle Bar, sem nýtir prótein úr skordýrum.