Róbert Aron Magnússon er í hópi þeirra sem opnuðu Hamborgarabúllu Tómasar í London í vikunni. Þegar blaðamann bar að garði á þessari nýju búllu nú á dögunum var fyrsta spurningin hvort virkilega væri þörf á íslenskum hamborgarastað í hamborgaraflóruna í London.

„Ja, þeir eru eru náttúrulega ekki íslenskir. Þetta er breskt kjöt og breskur slátrari þó umgjörðin sé íslensk. En það sem við höfðum í huga er að það þekkir bara enginn hamborgara betur en hann Tommi, enda með þrjátíu ára reynslu,“ segir Róbert.

Þó hráefnið sé breskt er ströngustu reglum úr uppskriftum Tomma fylgt við alla meðferð, s.s. val á kjötbitum og baksturinn á brauðinu.

Til undirbúnings staðarins fóru fjórmenningarnir sem að rekstrinum koma (Róbert Aron, Tommi, Hallur Dan og Valgarður Sörensen) meðal annars í blinda kjötsmökkun þar sem þeir fundu þann slátrara sem þeim hugnaðist best. Þá tóku þeir út samkeppnina á svæðinu og borðuðu yfir 25 borgara á aðeins tveimur dögum síðasta sumar; „Þessi er ógeðslegur, þessi er flottur, þessir eru svolítið, svipaðir og svo framvegis. Þannig sáum við að það sem við erum að bjóða er eitthvað aðeins öðruvísi en flestir.“

Tommi á búllunni
Tommi á búllunni

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.