Bandarísk yfirvöld tóku við stjórn viðskiptabankans Washington Mutual síðastliðið fimmtudagskvöld og höfðu umsjón með sölu bankans til JP Morgan Chase.

Um er að ræða stærsta bankaþrot í sögu Bandaríkjanna, en í 30. júní sl. námu eignir bankans 307 milljarðar dollara, 43 þúsund manns unnu hjá bankanum sem rak 2.240 útibú í 15 fylkjum Bandaríkjanna. Innilán bankans námu 188 milljarða bandaríkjadala sem er miklu meira en 40 milljarða dala innlán Continental Illinois National Bank sem var lokað í bankakrísunni 1984  sl. og var stærsta bankaþrotið til þessa.

Á mánudaginn 15. september í síðustu viku tók að halla verulega undan bankanum þegar innstæðueigendur tóku að draga út fé sitt í stórum stíl. Í gær var svo komið að16,7 milljarðar dollara, jafngildi 1.620 milljarða íslenskra króna, höfðu runnið út af reikningum bankans og í kjölfarið lýstu yfirvöld því yfir að bankinn væri ótraustur og stefndi í greiðsluþrot.

JP Morgan Chase keypti bankann á 1,9 milljarða dollara jafngildi 185 milljarða króna. Þetta er annar bankinn sem JP Morgan hefur fest kaup á síðan bankakreppan skall á en bankinn skar fjárfestingabankann Bear Stearn úr snörunni í mars sl. með aðstoð bandaríska Seðlabankans. Kaupin komu í veg fyrir að gengið yrði á innistæðutryggingasjóð ríkisins og rekstur bankans mun halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Með kaupunum verður til JP Morgan langstærsti innlána banki Bandaríkjanna með 900 milljarða bandaríkjadala á innistæðureikningum eða jafngildi 87.000 milljarða króna.