Airbus 380, stærsta farþegaþota heims, mun verða flogið í fyrsta sinn í dag, ef veður leyfir, í Toulouse í Frakklandi. Tveir reyndir tilraunaflugmenn verða við stjórnvölinn, en búist er við að yfir 50.000 manns komi til að horfa á, auk þess sem sjónvarpað verður beint frá fluginu. Kaupendur geta valið úr tveimur gerðum af hreyflum á vélina. Annars vegar Rolls Royce-hreyflum eða hreyflum frá bandarísku samsteypunni Engine Alliance, sem er samstarfsverkefni General Electric og Pratt & Whitney.

Flugi vélarinnar hefur verið frestað nokkrum sinnum, en upphaflega var það áætlun Airbus að flugið yrði í síðasta mánuði.