Bankarnir Emirates Bank International og National Bank of Dubai frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru nú skrefinu nær í átt að samruna, en stjórnir þeirra samþykktu samrunaáætlun á mánudag. Við samrunan yrði til stærsta lánastofnun Mið-Austurlanda og væru eignir sameinaðs bankans að andvirði þrjú þúsund milljarða króna. Viðskipti með bréf bankans voru stöðvuð í gær vegna "ráðfæringa við viðkomandi stjórnvöld," að því er kom fram í sameinaðri tilkynningu bankanna og er búist við að tilkynnt verði um samrunan eftir tvær vikur.