Bandarísk hlutabréf tóku mestu dagshækkun síðustu fimm ára í dag í kjölfar þess að bandaríski Seðlabankinn tilkynnti um 200 milljarða dala innspýtingu í fjármálakerfið. Bankinn hyggst gangast í ábyrgð fyrir fasteignatryggð skuldabréf.

Standard og Poor's hefur ekki hækkað jafn mikið í átta ár og bætti við sig 3.7%. Dow Jones hækkaði um 3.6% og Nasdaq um heil 4%. Hlutabréf í Evrópu og Asíu tóku einnig hressilega við sér.

Olíutunnan kostaði 105.9 dali við lokun markaða, en hafði fyrr um daginn slegið met í verðinu 109,72 dollara á tunnu.