Stærsti banki Kína miðað við eigur, Industrial & Commercial Bank of China, hefur fengið samþykki frá kauphöllinni í Hong Kong um skráningu bankans í kauphöllina, segir í frétt Dow Jones.

Fyrsta útboð hlutabréfa bankans hefst á föstudaginn og gæti skráningin orðið sú stærsta sem þekkst hefur, en talið er að bankinn sé metinn á um 1.340 milljarða króna, segir í fréttinni.