Gengi hlutabréfa Iðnaðar- og viðskiptabanka Kína, sem er stærsti banki landsins sé litið til efnahagsreiknings, lækkaði mikið á hlutabréfamörkuðum eftir að tilkynnt var um afskriftir að andvirði ríflegra 77 milljóna Bandaríkjadala.

Afskriftirnar eru til komnar vegna taps sem hlaust vegna stöðutöku í skuldabréfum sem gefin voru út af íslenskum bönkum.

Að sögn Dow Jones-fréttaveitunnar féll gengi bréfa bankans um 13% um tíma.