Hugo Chavez, forseti Venúsúela, hefur uppi áform um að þjóðnýta stærsta banka landsins.

Fundur er fyrirhugaður þar sem Chavez hyggst ræða við eigendur bankans um hugsanlega yfirtöku ríkisins. Á valdatíð sinni hefur Chavez staðið fyrir þjóðnýtingu ýmissa fyrirtækja, aðallega á sviði iðnaðar. Hann hyggst færa landið í átt að sósíalisma 21. aldarinnar, eins og hann segir sjálfur.

BBC greindi frá þessu.

Orkufyrirtæki hafa þegar verið þjóðnýtt og stefnt er að því að þjóðnýta einnig símafyrirtæki.

Bankinn sem Chavez vill þjóðnýta er í eigu Santanter, fyrirtækis sem hefur u.þ.b. 4500 útibú um alla Suður-Ameríku.