Barnes & Noble er stærsti bóksali heims, rekur 720 verslanir í 50 fylkjum Bandaríkjanna.  Stjórn Barnes & Noble tilkynnti eftir lokun markaða í gær um að kannaður yrði sá möguleiki að selja keðjuna.

Í tilkynningu til fjölmiðla segir stjórnin að gengi hlutabréfa félagsins sé of lágt á markaði (e. undervalued) og því verði leitað leiða að auka verðmæti hlutabréfa félagsins.  Gengi félagsins hefur lækkað um nær helming síðan um áramót.

Erfiðleika bókasalans má rekja til mjög harðar samkeppni frá verslunum á netinu, sérstaklega Amazon.com.  Eftir því sem netverslunum gengið betur, hefur hefðbundum bóksölum almennt gengið verr.

Leonard Riggio hóf rekstur bókabúðarinnar og opnaði fyrstu verslunina árið 1965 í Greenwich Village í New York.  Hann lýsti strax áhuga á að kaupa keðjuna.  Sú yfirlýsing er talin muni hækka hlutabréfaverð félagsins þegar markaðir opna í dag.