Suðurverk, sem nú vinnur að gerð Landeyjahafnar í Bakkafjöru, hefur samið við Kraftvélar í Kópavogi um kaup á fjórum Komatsu HD465-7 risa-námutrukkum vegna framkvæmdanna.

Var þeim skipað upp úr skipi Eimskipa á þriðjudaginn og fóru þeir austur í lögreglufylgd í nótt. Upphæð kaupsamningsins er rúmar 400 til 450 milljónir króna með virðisaukaskatti.

„Þetta er stærsti einstaki tækjasölusamningur sem við höfum gert í sögu félagsins,“ segir Ævar Þorsteinsson, forstjóri Kraftvéla, en félagið hóf rekstur í júní 1992.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .