Breski matvælaframleiðandinn Premier Foods hefur samþykkt yfirtöku á samkeppnisaðilanum RHM fyrir reiðufé og hlutafé sem metur fyrirtækið á 165 milljarða króna, en við samrunan verður til stærsti matvælaframleiðandi Bretlands, segir í frétt Dow Jones.

Hluthafar RHM munu eiga 41% hlut í fyrirtækinu, en hluthafar Premier munu eiga 59%.

Sameinuð árleg sala fyrirtækjanna nemur um 350 milljarða króna.

Premier Foods framleiðir mörg af þekktari matvörum í Bretlandi í dag og hefur að undanförnu keypt mörg af þekktari vörumerkjum á matvælamarkaði og endurbætt þau.