Stjórn Barack Obama forseta Bandaríkjanna mun greina fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá fyrirhugaðari vopnasölu til Saudi Arabíu.  Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Samningurinn er metinn á 60 milljarða dala og er stærsti vopnasölusamningur Bandaríkjanna frá upphafi.  Einnig er umræður milli ríkjanna um enn frekari vopnaviðskipti.

Meðal vopna sem Bandaríkin munu afhenda Saudum, er ný Blackhawk UH-60 þyrla.  Einnig eru á listanum 84 F-15 orrustuþotur og þrjár tegundir þyrlna, 70 Apaches,  72 Black Hawks og 36 Little Birds.

Stjórn Obama telur að vopnasölusamningurinn muni skapa um 75.000 störf.