Fyrirtækið VisaNet í Brasilíu hefur aflað 4,27 milljarða Bandaríkjadala með frumútboðið og skráningu í kauphöllina í Sao Paulo. Þetta er þar með stærsta frumútboð ársins. Áður var stærsta frumútboð ársins 1,26 milljarða dala hlutabréfasala kínverska framleiðslufyrirtækisins Zhongwang Holdings í apríl sl.

Útboð á Wall Street hafa verið mun minni, en þar hefur aðeins farið fram rúmur tugur frumútboða á þessu ári upp á samtals rúma 2 milljarða dala.

Frá þessi segir í frétt WSJ og þar kemur einnig fram að árið í ár stefni í að verða fyrsta árið frá 1995 þar sem Bandaríkin eru ekki með stærstu útboðin.