Nítján af tuttugu stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa haldið ársfund og sá tuttugasti mun halda ársfund fyrir lok mánaðarins. Jafnframt hafa þeir lagt fram ársreikning fyrir árið 2009. Þeir hafa því framfylgt ákvæðum laga um starfsemi lífeyrissjóða þar sem kveðið er á um að boða skuli til ársfundar fyrr lok júní ár hvert.  Í íslenska lífeyrissjóðskerfinu eiga allir sjóðfélagar rétt til fundarsetu á ársfundi. Þeir hafa þar umræðu og tillögurétt en atkvæðaréttur á ársfundi er í samræmi við samþykktir sérhvers lífeyrissjóðs. Á ársfundi er meðal annars gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningum, tryggingafræðilegum úttektum og fjárfestingarstefnu sjóðsins.