Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segist taka undir með stúdentum um mikilvægi þess að bregðast við þeirri efnahagslegu stöðu sem komin er upp vegna útbreiðslu veirufaraldursins því allt líti út fyrir að fá sumarstörf verði í boði.

Hins vegar virðist hún ekki taka undir kröfur þeirra um atvinnuleysisbætur yfir sumartímann, líkt og Landsamtök þeirra hafa sett fram samhliða aðgerðaráætlun stjórnvalda sem felur meðal annars í sér hlutabætur til starfsmanna fyrirtækja.

„Ég tel að það besta sem við getum gert sé að skapa ný störf fyrir stúdenta þar sem þau hafa tækifæri til að nýta krafta sína og þekkingu. Þess vegna skiptir tillaga fjárlaganefndar um að 100 milljónir fari í Nýsköpunarsjóð námsmanna til þess að búa til störf í sumar ótrúlega miklu máli,“ segir Katrín á facebook færslu sinni .

Í gær upplýsti Katrín jafnframt um það á facebook síðu sinni að í tillögum efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um breytingar við aðgerðaráætluninni sem kynnt var fyrir helgi, felist bann við arðgreiðslum og kaup á eigin hlutum meðan ríkisábyrgðar nýtur.

En eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um í morgun fela tillögurnar einnig í sér að heimild til ríkisábyrgðar brúarlána verði hækkuð í allt að 70%, auk þess sem skilyrð um hlutfallslegt tekjufall verði tekið út . Loks verður hægt að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerða á bílum til viðbótar við framkvæmdir við húsnæði samkvæmt að því er Morgunblaðið hefur fjallað um.