Stúdíó Sýrland, sem kemur meðal annars að rekstri hljóðvera hér á landi, skilaði rúmlega 6 milljóna króna hagnaði árið 2015. Fyrirtækið bætti því töluvert stöðu sína frá árinu á undan þegar félagið skilaði fyrirtækið tæplega 18 millj­óna króna tapi.

Á vefsíðu sinni skilgreinir félagið sig sem þjónustufyrirtæki á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði sem sérhæfir sig í því að þjónusta nokkrar af þeim skapandi greinum sem hafa vaxið hvað hraðast síðustu ár, m.a. hvað varðar mynd- og hljóðlausnir. Eigendur félagsins eru Þórir Jóhannsson og Sveinn Kjartansson en þeir keyptu Stúdíó Sýrland af Senu árið 2007. Eignir félagsins á árinu 2015 námu 205 millj­ónum og drógust lítillega saman milli ára.