Breski lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline hefur tilkynnt að hann ætli ekki lengur að sækja um einkaleyfi á lyfjum fyrirtækisins í fátækari ríkjum.

Þetta opnar dyrnar fyrir önnur fyrirtæki að framleiða samheitalyf sem verða þá markaðssett í þessum ríkjum. Þetta mun líklega hafa þau áhrif að verð á lyfjum í þessum ríkjum mun stórlækka, og þar með auka á möguleika íbúanna að sækja sér heilbrigðisþjónustu.

Fyrirtækið tilkynnti einnig að í milli-ríkum löndum muni það áfram sækja um einkaleyfi, en fyrirtækið mun þó heimila öðrum framleiðendum að framleiða lyfin gegn greiðslu.

Lyfjafyrirtæki hafa oft verið gagnrýnd fyrir að takmarka aðgang að lyfjum sem gætu bjargað mannslífum. Lyfjafyrirtækin segja á móti að þau verði að geta sótt um einkaleyfi til að þau hafi nægilega hvata til að þróa ný lyf, sem gætu í framtíðinni bjargað enn fleiri lífum.

GSK segir að með þessari aðgerð sinni séu þeir að leggja sitt af mörkum til að aðstoða íbúa í fátækari ríkjum að fá aðgang að heilbrigðisþjónustu.