Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, en greint var frá þessu á RÚV . Píratar eru stærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni eins og í fyrri könnunum.

Framsóknarflokkur mælist með 11,3% fylgi, en mældist með 9% fyrir mánuði. Sjálfstæðisflokkur bætir einnig við sig tveimur prósentustigum á milli kannanna og mælist nú með 24,5%.

Píratar eru enn stærsti flokkurinn, mælast nú með tæp 32%, en mældist með 34% fyrir mánuði. Samfylkingin tapar lítillega fylgi, er með 11,4%, Vinstri græn eru með 10,3% fylgi, sem er nánast óbreytt milli kannanna og Björt framtíð nýtur stuðnings 6,4%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 36%, en fyrir mánuði mældist fylgið 31%.