Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem breska blaðið Telegraph fjallar um í dag. Samkvæmt henni hefur fjöldi þeirra sem hyggjast kjósa með að Bretland verði áfram hluti af sambandinu fallið úr 82% í 63% á aðeins fjórum mánuðum.

Það var fjárfestingafyrirtækið BGF sem framkvæmdi kannanirnar og telur það að þrátt fyrir að meirihluti sé enn andvígur útgöngu gefi niðurstöðurnar til kynna ört vaxandi fylgi með útgöngu meðal aðila í viðskiptalífinu.

Niðurstöður könnunarinnar sýna jafnframt að 20% svarenda eru þess fullvissir að það muni hafa mjög slæm áhrif á bresk fyrirtæki að yfirgefa ESB en 16% svöruðu því til að þeir væru enn óákveðnir um afstöðu sína.

Fylgi þeirra sem vilja vera áfram í sambandinu er misjafnt eftir því hvar fyrirtækin eru staðsett og mælist mest í London eða um 70%