Stuðningur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðenda Demókrata í Bandaríkjunum eykst í kjölfar sjónvarpskappræðna vestanhafs. Þetta kemur fram í nýrri könnun CNN um fylgi forsetaframbjóðenda.

Þar kemur fram að stuðningur við Clinton er 47% og hefur hún því 5% forskot á mótframbjóðenda sinn, Donald Trump, frambjóðenda Repúblikana, sem mælist með 42% samkvæmt könnuninni.

Frambjóðandi Frjálshyggjumanna, Gary Johnson, nýtur 7% stuðnings og Jill Stein, frambjóðandi Grænunga er með 2% fylgi.

Hillary Clinton fær samkvæmt könnuninni aukinn stuðning frá karlmönnum. Einnig hefur Clinton sótt að Trump hvað varðar stuðning frá hvítum einstaklingum án háskólagráðu.