*

laugardagur, 25. janúar 2020
Innlent 30. janúar 2018 11:55

Stuðningur við ríkisstjórn minnkar

Enn nýtur ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks stuðning tæplega 61% kjósenda, en sá síðastnefndi er stærstur.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ríkisstjórnin nýtur mikils en dalandi stuðnings. Sögðust nú 60,6% styðja ríkisstjórnina samanborið við 64,7% í síðustu janúarmælingu og 66,7% í desember 2017. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka eða 22,3%, en þó dregst fylgi flokksins frá síðustu mælingu MMR frá 17. janúar um 3,5 prósentustig. 

Næst koma Vinstri græn með 18,4% en flokkurinn bætir við sig svipað miklu eða 3,4 prósentustigum, en könnunin nú var gerð dagana 25. til 30. janúar. Samfylkingin er með 14,9% sem er aukning um 1 prósentustig.

Fylgi annarra flokka skiptist þannig:

  • Fylgi Pírata mældist nú 12,9% og mældist 12,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 11,2% og mældist 11,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 7,7% og mældist 6,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 6,0% og mældist 6,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 6,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 2,4% samanlagt.