Píratar eru ennþá stærsti stjórnmálaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn dalar og Vinstri grænir bæta við sig fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórnina.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi og mælist nú með 21,7% en voru með 25,3% í síðustu könnun sem framkvæmd var í lok september.

Píratar mælast ennþá stærstir með 34,2% fylgi. Vinstri grænir voru með 8,3% fylgi í lok september en mælast nú með 11,8% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina er nú 31,4% og minnkar um 4,1% milli mánaða (var 35,5% í lok september). Fylgi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna undir lok síðasta kjörtímabils mældist 31,5%.

Samfylking mælist með 11,3% en voru með 11,8 í september. Framsókn er nú með 10,4% borið saman við 10,3% í síðustu könun og Björt framtíð er með 6,5% en var með 5,9%. Fylgi annarra flokka mælist undir 1%.