Fylgi við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, og Bjartrar framtíðar minnkar um tæplega 3 prósentustig milli mánaða, en 36 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýjum Þjóðarpúls Gallup segjast styðja ríkisstjórnina.

Litlar breytingar eru á fylgi hvers flokks milli mánaða, eða á bilinu 0,2 til 1,1 prósentustig. Nærri 26 prósent segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag, ríflega 24 prósent Vinstri græn.

Alls myndu 13 prósent kjósa Pírata, liðlega 11 prósent Framsóknarflokkinn, rösklega 9 prósent Samfylkinguna, ríflega 6 prósent Viðreisn og rúmlega 4 prósent Flokk fólksins og tæplega 4 prósent Bjarta framtíð. Tæplega 11 prósent taka ekki afstöðu eða neita að gefa haha upp og 10 prósent svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.