Hjördís Hugrún Sigurðardóttir.
Hjördís Hugrún Sigurðardóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Félagið Stuðverk, skemmtifélag verkfræðikvenna var stofnað á kvenréttindadaginn, 19. júní síðastliðinn. 3. júlí verður félagið kynnt og þá koma saman verkfræðikonur úr ólíkum áttum. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, munu taka á móti tilnefningum sem heiðursmeðlimir. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að þær hafi átt stóran þátt í því að stofna Stuðverk. Formaður félagsins og stofnandi er Hjördís Hugrún Sigurðardóttir.

Markmið félagsins er að veita innblástur til góðra verka og skapa vettvang fyrir verkfræðimenntaðar konur til að koma saman, skiptast á hugmyndum og láta gott af sér leiða. Össur, Alcan, Mannvit og Marel taka þátt í þessu verkefni.