Skúli Eggert Þórðarson hefur gegnt embætti ríkisskattstjóra frá árinu 2007, en hann þekkti vel til skattamála því hann hafði sinnt ýmsum hlutverkum hjá skattyfirvöldum í tuttugu og fimm ár áður en hann var skipaður yfirmaður þess.

Skúli Eggert er fæddur árið 1953. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 hóf hann nám í lögfræðideild Háskóla Íslands, en meðan á námi stóð kenndi hann m.a. stærðfræði við Gagnfræðaskólanum í Ármúla og var einnig rannsóknarlögreglumaður áður en hann lauk laganámi.

Skúli Eggert starfaði fyrst hjá skattstjóranum á Reykjanesi en hóf störf í rannsóknardeild ríkisskattstjóra 1983. Hann varð forstöðumaður staðgreiðsludeildar og síðar tekjuskattsdeildar ríkisskattstjóraembættisins á árunum 1987-1990, vararíkisskattstjóri á árunum 1990- 1993 og var skattrannsóknarstjóri frá 1993-2006.

Skúli Eggert stundar ekki golf og hefur engan áhuga á laxveiði. „Ég hef öðru hverju rennt fyrir silungi, en það hefur bara verið upp á félagsskap fjölskyldunnar,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .