„Við erum með tvo hunda á heimilinu sem ég sinni daglega,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.

„Mér finnst frábært að klæða mig í úlpu og arka út í kuldann með hundana mína. Síðan erum við sex konur úr viðskiptalífinu sem hittumst tvo morgna í viku með einkaþjálfara í Laugum. Þetta er frábær leið til að halda sér í rútínu þegar kemur að hreyfingu, enda held ég að það sé lykillinn að árangri að geta haft gaman af heilsueflingunni. Þær hvetja mann áfram á morgnana svo maður drífur sig fram úr. Svo er ekki verra að skreppa í gufuna eftir á og spjalla,“ segir Margrét.

„Síðan tek ég auðvitað alltaf stigann þegar ég get. Ég vinn á annarri hæð og fer örugglega tíu ferðir upp og niður stigann daglega. Það hljóta að vera einhverjir kílómetrar á ári.“