Sturla Böðvarsson fyrrverandi samgönguráðherra og forseti Alþingis hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri sjálfstæðismanna í NV kjördæmi.

Hann staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV í dag en þetta kemur fram á vef RÚV.

Sturla Böðvarsson er 63 ára gamall. Hann var áður sveitarstjóri og síðar bæjarstjóri í Stykkishólmi. Hann var varaþingmaður kjördæmisins en hefur setið samfleytt á þingi frá 1991. Sturla var samgönguráðherra 1999 til 2007.

Hann var forseti Alþingis frá 2007 og en lét af því starfi síðastliðinn miðvikudag þegar Guðbjartur Hannesson tók við því starfi eftir að samstarf Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í ríkisstjórn hófst