*

sunnudagur, 20. júní 2021
Fólk 1. nóvember 2019 11:15

Sturla hættir hjá Smáralind

Framkvæmdastjóri Smáralindar, Sturla G. Eðvarðsson, hefur sagt starfi sínu lausu.

Ritstjórn
Sturla G. Eðvarðsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Smáralindar.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sturla G. Eðvarðsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Smáralindar og hefur verið gert samkomulag um starfslok hans, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Reginn. Sturla mun samhliða hætta í framkvæmdastjórn Regins.

„Sturla hefur starfað sem framkvæmdastjóri Smáralindar frá 2010 og leitt félagið í gegnum mikla umbreytingartíma með góðum árangri. Sturla lætur af störfum frá og með 1. nóvember 2019.“