Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands og Steinar Þór Sveinsson, deildarstjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu í fjármálaráðuneytinu, fara fyrir sendinefnd Íslands í Rússlandi.

Nefndin ræðir í dag og á morgun við fulltrúa stjórnvalda í Rússlandi um mögulega lánafyrirgreiðslu.

Aðrir í nefndinni eru Daníel Svavarsson,  hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, Tanya Zharov, lögfræðingur og Sigurður Ingólfsson ráðgjafi.

Sendiherra Íslands í Moskvu, Benedikt Ásgeirsson, er nefndinni til aðstoðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.