*

laugardagur, 29. janúar 2022
Fólk 11. janúar 2022 14:21

Sturla ráðinn til Eikar

Sturla G. Eðvarðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Smáralindarinnar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik.

Sigurður Gunnarsson
Sturla Gunnar Eðvarðsson, nýr framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik.
Aðsend mynd

Eik fasteignafélag hefur ráðið Sturlu Gunnar Eðvarðsson í starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Hann mun bera ábyrgð á þróun fasteigna, leigurýma og lóða félagsins, ásamt því að leita að nýjum tækifærum innan sem utan félagsins. Sturla hóf störf í byrjun janúar, að því er kemur fram í fréttatilkynningu. 

Sturla er menntaður rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og hefur á sínum ferli m.a. stýrt endurskipulagningu og uppbyggingu Smáralindar sem framkvæmdastjóri í 10 ár. 

Áður starfaði Sturla sem framkvæmdastjóri Samkaupa og þar áður sem framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Sturla hefur einnig unnið sem rekstrarráðgjafi og setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja hér á landi.  

Sturla G. Eðvarðsson: 

„Eik fasteignafélag er virkilega spennandi fyrirtæki og er á meðal öflugustu og framsæknustu fasteignafélaga landsins og hefur náð góðum árangri í rekstri og uppbyggingu á sínu eignasafni. Ég hlakka til að vinna með góðum hópi starfsfólks og takast á við krefjandi verkefni og nýjar áskoranir.“

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar:

„Við hlökkum til að fá Sturlu til liðs við okkur í Eik fasteignafélag og bjóðum hann velkominn til starfa. Félagið þakkar þann mikla áhuga á félaginu sem margar góðar umsóknir í starfið báru vitni um.“