Förgun á dömubindum, smokkum, blautþurrkum og öðru rusli sem fólk sturtar niður um klósettið stíflar vélar fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur. Förgunin kostar Orkuveituna 32 milljónir á árinu.

Fréttablaðið segir að Orkuveitan undirbúi nú herferð til að fræða almenning um það hver rusl eigi að fara.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir í samtali við Fréttablaðið þetta stórt vandamál sem farið vaxandi enda sturti Íslendingar fjórfalt meira magni niður um klósettið en Svíar. Hann segir starfsmenn fráveitunnar hafa rekist á ýmislegt óvenjulegt sem hefur ratað niður um klósett fólks. Þar á meðal eru falskar tennur, kreditkort og farsímar.