Bandarísk ríkisskuldabréf í stutta endanum hafa fallið í verði í dag. Svo virðist sem fjárfestar séu að flytja peningana í auknum mæli frá hinum öruggu ríkisskuldabréfum, að því er Dow Jones greinir frá.

Verðlækkunar á styttri enda ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa var þörf, að sögn sérfræðinga. Væntingar um frekari vaxtalækkanir höfðu þegar verðlagst auk þess sem hlutabréf sótt í sig veðrið að undanförnu.